8. febrúar 2011
Verkfall boðað og aðgerðahópur SGS ræður ráðum sínum
Vinnustöðvun var samþykkt með 77,8 % atkvæðisbærra félagsmanna í Drífanda í Vestmannaeyjum og 75,4% atkvæðisbærra félagsmanna í AFLi á austurlandi.  Vinnustöðvunin hefst kl 19:30 þann 15. febrúar n.k. og er ótímabundin. Vinnustöðvunin er boðuð  til að knýja á um gerð kjarasamnings um störf félagsmanna þeirra stéttarfélaga sem að henni standa í fiskimjölsverksmiðjum á félagssvæði þeirra. Einnig…
8. febrúar 2011
Kristján G. Gunnarsson nýtur fyllsta trausts í sínu félagi.
Bæði stjórn og varastjórn Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis lýstu fyllsta trausti á Kristján G. Gunnarssonar formann félagsins á fundi sínum í gær. Stjórnin harmar jafnframt þá ákvörðun Kristjáns að draga sig út úr störfum fyrir Starfsgreinasambandið, ASÍ og Festu. Kristján var eindregið hvattur til þess að halda áfram formennsku í VSFK og til þess „að gegna áfram mikilvægu…
4. febrúar 2011
Kristján Gunnarsson fellur frá formennsku í Starfsgreinasambandinu.
Kristján Gunnarson formaður Starfsgreinasambands Íslands stígur til hliðar sem formaður sambandsins. Hann sendi frá sér svohljóðandi yfirlýsingu í dag: ,,Ábyrgð mín sem stjórnarmanns í Sparisjóði í Keflavíkur í aðdraganda falls hans hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum. Því miður hafa sjónarmið mín í því efni ekki komist nægilega vel til skila. Dæmi eru um rangfærslur, bein ósannindi og…
3. febrúar 2011
Formkröfur ekki virtar - verkfallið ólögmætt. Sérkjarsamningur viðurkenndur.
Verkfallsboðun Afls og Drífanda vegna starfsmanna í fiskimjölsverksmiðjum 7. þ.m. er ólögmæt samkvæmt dómi Félagsdóms í dag.  Forsenda dómsins er sú að að formlegar samningaviðræður hafi ekki farið fram fyrir milligöngu ríkissáttasemjara. Verkfallið er með öðrum orðum ólögmætt vegna þess að formkröfum er ekki fullnægt.   Ástæða þess er sú að  ríkissáttasemjari féllst ekki á að taka dei…
2. febrúar 2011
Áranguslausar kjaraviðræður við Samtök atvinnulífsins.
Fundur hjá ríkissáttasemjara sem haldinn var í dag með samninganefnd Starfsgreinasambandsins og Samtökum atvinnulífsins reyndist áranguslaus að mestu. Annar fundur hefur ekki verið boðaður í kjaradeilunni. Svohljóðandi bókun var lögð fram: ,,Samtök atvinnulífsins hafa lýst því yfir að þau muni hvorki gera kjarasamninga við Starfsgreinasamband Íslands né aðra nema því aðeins að Samtök atvinn…