10. september 2012
Þing NU-HRCT
Þing NU-HRCT (Samtök starfsfólks á hótelum, kaffihúsum, skyndibitastöðum, veitingahúsum og í ferðaþjónustu á Norðurlöndum) stendur nú yfir í Þrándheimi í Noregi. Þingið, sem er haldið á fjögurra ára fresti, hófst í gær og lýkur á morgun. Á þinginu sitja fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum en SGS á þar þrjá fulltrúa; Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, Kristján Bragason, framkvæmdastjóri SGS og F…
8. september 2012
Stofnanasamningur við Skógræktina
Starfsgreinasambandið og Skógrækt ríkisins hafa gert með sér stofnanasamning um forsendur og reglur um röðun starfa við stofnunina, í samræmi við ákvæði kjarasamnings SGS og fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs, frá 1. júní 2011. Samningurinn nær til allra starfsmanna hjá Skógrækt ríkisins sem starfa og njóta ráðningarkjara samkvæmt kjarasamningi SGS. Nálgast má samninginn hér.
6. september 2012
Nýr framkvæmdastjóri hjá Starfsgreinasambandi Íslands
Drífa Snædal hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands og tekur til starfa 17. september næstkomandi. Fráfarandi framkvæmdastjóri, Kristján Bragason starfar við hlið Drífu til áramóta. Drífa hefur nýlokið meistaragráðu í vinnurétti frá háskólanum í Lundi í Svíþjóð en er einnig menntuð tækniteiknari frá Iðnskólanum í Reykjavík og viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands. Áður h…
9. ágúst 2012
Kaup og kjör í landbúnaði
Í september 2011 undirrituðu Starfsgreinasamband Íslands og Bændasamtök Íslands sér kjarasamning sem gildir 1. júní 2011 til 31. janúar 2014. SGS vill benda á að umræddur kjarasamningur hefur lagalegt gildi varðandi lágmarkslaun í þeim störfum sem samningurinn fjallar um og á það einnig við um þá sem ekki eiga aðild að stéttarfélagi. Jafnframt skal bent á að lög nr. 55/1980, um starfskjör lau…
7. ágúst 2012
Fjölmargar umsóknir um starf framkvæmdastjóra
Starfsgreinasambandinu bárust 33 umsóknir um starf framkvæmdastjóra, en umsóknarfrestur rann út á miðnætti þann 6. ágúst. Á næstu vikum verður farið yfir umsóknirnar og rætt við mögulega kandidata. Ætlunin er að ráðningarferlinu verði lokið fyrir lok þessa mánaðar og vonandi verður hægt að tilkynna um nafn á nýjum framkvæmdastjóra í byrjun september.