15. janúar 2013
Formenn SGS funda
Í dag heldur Starfsgreinasambandið formannafund sinn í Guðrúnartúni 1 í Reykjavík. Helstu áherslur fundarins verða starfsemi VIRK Starfsendurhæfingarsjóðs og staða kjarasamninga. Vigdís Jónsdóttir framkvæmdastjóri VIRK mun fara yfir starfsemi og markmið VIRK og Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, mun fara yfir stöðu kjarasamninga ásamt formönnum. Eftir formannafundinn mun samninganefnd SGS hittast…
8. janúar 2013
Lágmarkslaunin og tölurnar
Í aðdraganda kjarasamninga er rýnt í fjölda gagna og talna. Samtök atvinnulífsins kjósa að rýna í lágmarkslaun og færa fyrir því rök að þau hafi hækkað í kjarasamningum umfram önnur laun síðustu átta ár. Þetta er rétt hjá Samtökum atvinnulífsins en ef samtökin ætla að gera því skóna að kjarasamningsbundin lágmarkslaun séu orðin nógu há þarf að bæta við ýmsum tölum og viðmiðum.
Fyrst ber að nef…
2. janúar 2013
Gleðilegt ár!
Starfsgreinasamband Íslands óskar landsmönnum nær og fjær gleðilegs og gæfuríks komandi árs og þakkar fyrir samskiptin á nýliðnu ári. Verkefnin sem bíða nýs árs eru ærin en í upphafi ársins þarf að taka afstöðu til þess hvort kjarasamningum verður sagt upp. Sem fyrr ræðst afstaðan af því hvort launafólk sé betur sett með uppsögn samninga eða ekki. Hvað sem verður þá felur árið í sér stefnumör…
28. desember 2012
VSFK 80 ára!
Í dag, 28. desember 2012, fagnar Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis 80 ára afmæli sínu. Starfsgreinasamband Íslands óskar félögum á Reykjanesi innilega til hamingju með þennan merka áfanga. Megi félagið dafna um ókomna tíð, verja rétt launafólks og sækja fram til aukinna lífsgæða í framtíðinni.
20. desember 2012
Desemberuppbót og fæðingarorlof
Starfsgreinasamband Íslands vill vekja athygli á að í flestum kjarasamningum er skýrt kveðið á um það að eftir eins árs starf teljast fjarvistir vegna lögbundins fæðingarorlofs til starfstíma við útreikning orlofs- og desemberuppbóta. Nokkuð hefur borið á því að starfsfólk í fæðingarorlofi hafi ekki fengið desemberuppbót greidda og því vill SGS árétta framangreint.
Desemberuppbót skal greiða…