22. febrúar 2013
Vel heppnuð kjaramálaráðstefna
Dagana 18. og 19. febrúar s.l. stóð Starfsgreinasambandið fyrir kjaramálaráðstefnu um kjarasamningsamning SGS og Samtaka atvinnulífsins. Ráðstefnan fór fram Hótel Hilton Nordica og var mæting góð, en ráðstefnuna sóttu fulltrúar frá aðildarfélögum SGS. Fyrirkomulag ráðstefnunnar var þannig að fyrri dagurinn var nýttur í samlestur á fyrstu köflum kjarasamningsins en sá seinni fór mest megnis í…
14. febrúar 2013
Fíkniefnapróf á vinnustöðum
Þegar fjölmiðlar fjalla um fíkniefnapróf á vinnustöðum og brottrekstur í kjölfarið er tilefni til að velta fyrir sér hvar mörkin liggja á milli persónuverndar og öryggisráðstafana atvinnurekenda. Það er ekki alveg sjálfsagt mál að atvinnurekendur skikki starfsfólk í áfengis- eða fíkniefnapróf jafnvel þó verið sé að gera tilraunir til að uppræta það sem við getum öll verið sammála um að sé samfé…
13. febrúar 2013
Starfsmenn SGS í heimsókn hjá Öldunni og Samstöðu
Í gær sóttu starfsmenn SGS tvö af aðildarfélögum sambandsins heim. Seinni partinn sátu þeir fund með stjórn Öldunnar á Sauðárkróki og um kvöldið funduðu þeir með stjórn og trúnaðarmönnum Samstöðu á Blönduósi. Það er óhætt að segja að móttökurnar hafi verið góðar og fundirnir hinir gagnlegustu. Þess má geta að starfsmenn SGS hafa heimsótt 14 af félögum sambandsins á undanförnum mánuðum en ætlunin e…
6. febrúar 2013
Hvað er verið að fela?
Miðstjórn ASÍ lýsir vonbrigðum með að verslanir Hagkaups, Nóatúns, Kosts og Víðis neiti verðlagseftirliti ASÍ að skrá vöruverð í verslunum sínum. Hvað hafa þær að fela? Verðlagseftirlit ASÍ hefur um árabil unnið að því að auka upplýsingastreymi til neytenda og efla þannig neytendavitund um leið fyrirtækjum og stofnunum hefur verið veitt aðhald.
Með því að vísa verðlagseftirliti ASÍ á dyr eru H…
1. febrúar 2013
Atvinnuþátttaka eykst og atvinnuleysi minnkar
Í nýbirtum hagtíðindum fyrir fjórða ársfjórðung ársins 2012 gefur að líta ánægjulega þróun ef miðað er við sömu ársfjórðungana árin á undan. Atvinnuleysi mældist 4,7% á tímabilinu en á sama tíma árið á undan var atvinnuleysi 6%. Atvinnuþátttaka jókst um 0,3 prósentustig og er 78,8% á viðmiðunartímabilinu, þá dró nokkuð úr vinnutímafjölda, sem er nú að meðaltali 38,7 stundir á viku en dreifist…