29. maí 2013
Komið að kvennastéttunum
Framkvæmdastjórn Starfsgreinasambands Íslands fagnar því að fyrrverandi ríkisstjórn hafi ráðist í jafnlaunaátak á heilbrigðisstofnunum og ætlunin sé að auka framlag til stofnana til að standa straum af hækkun launa kvennastétta í kjölfar þess að hjúkrunarfræðingar sömdu um launahækkun. Hjúkrunarfræðingar sömdu þó um að meðaltali 6,4% hækkun, en allir innan stéttarinnar fengu í það minnsta 4,8…
26. maí 2013
Kjaramálaráðstefnur - mikilvægur undirbúningur
Dagana 21.-22. maí s.l. stóð Starfsgreinasambandið fyrir kjaramálaráðstefnu um kjarasamningsamning SGS við Ríkið. Ráðstefnuna sóttu fulltrúar frá aðildarfélögum SGS og fór hún fram í húsakynnum sambandsins að Sætúni 1. Starfsgreinasambandið hefur á undanförnum mánuðum haldin þrjár kjaramálaráðstefnur í þeim tilgangi að rýna í það sem betur má fara í samningunum og um leið undirbúa komandi kja…
21. maí 2013
Bætt vinnubrögð við kjarasamningagerð: Skýrsla
Í morgun kynntu aðilar vinnumarkaðarins nýja skýrslu um vinnubrögð við kjarasamninga á Norðurlöndunum. Skýrslan er árangur samstarfsverkefnis sáttasemjara og aðila vinnumarkaðarins þar sem borið var saman kjarasamningaferlið á Norðurlöndunum, staða efnahagsmála og vinnubrögð. Á kynningarfundinum var samhljómur um að bæta vinnubrögð hér á landi með áframhaldandi samstarfi í gagnaöflun og þeirr…
16. maí 2013
Mistækar aðgerðir gegn atvinnuleysi ungs fólks
Í dag kynntu fræðimenn á Norðurlöndum niðurstöður sínar um aðgerðir gegn atvinnuleysi ungs fólks en það hefur verið viðvarandi áhyggjuefni. Skemmst er frá því að segja að félagsleg staða ungs fólks virðist hafa meiri áhrif á möguleika þeirra til atvinnu en einstaka aðgerðir stjórnvalda sem hafa þó verið af ýmsum toga. Einhverjar stjórnvaldsaðgerðir virðast beinlínis hafa neikvæð áhrif.
Neikv…
14. maí 2013
Ungt fólk á vinnumarkaði
Svíar fara nú með formennsku í ráðherranefnd Norðurlandaráðs og hafa lagt áherslu á norræn verkefni tengd vinnumarkaðnum auk umhverfismála. Hluti af því er fræðsla á vinnustöðum og að vinna gegn atvinnuleysi ungs fólks. Á fimmtudaginn verður kynnt skýrsla um stöðu ungs fólks á vinnumarkaðnum á Norðurlöndum en víða er atvinnuleysi í þessum hópi verulegt áhyggjuefni.
Það er forsætisráðherra Sv…