27. maí 2015
SGS frestar verkföllum - viðræður hafnar
Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands hefur gengið frá samkomulagi við Samtök atvinnulífsins um að fresta fyrirhuguðum verkföllum um sex daga. Ljóst er að viðræður eru hafnar af fullum þunga og það er mat samninganefndarinnar að gefinn skuli tími til að reyna til þrautar um að samningar náist. Kröfugerð Starfsgreinasambandsins er sem fyrr grundvöllur áframhaldandi viðræðna.
Frestun verkfalla…
26. maí 2015
SGS er ekki búið að fresta verkföllum
Af gefnu tilefni skal það tekið fram að Starfsgreinasamband Íslands hefur ekki átt í viðræðum við Samtök atvinnulífsins síðustu daga og er ekki hluti af því ferli sem verður til þess að Flóabandalagið, VR, LÍF og StéttVest ákveða að fresta verkfalli. Starfsgreinasambandið hefur því ekki tekið neina ákvörðun um að fresta verkfalli sem fyrirhugað er 28. og 29. maí né ótímabundnu verkfalli þann 6. jú…
20. maí 2015
Miðstjórn ASÍ ályktar - Ábyrgðin liggur hjá Samtökum atvinnulífsins
Miðstjórn Alþýðusambands Íslands sendi rétt í þessu frá sér ályktun þar sem hún gagnrýnir harðlega þá afstöðu Samtaka atvinnulífsins að neita að ræða kröfugerð verkalýðshreyfingarinnar í þeirri erfiðu kjaradeilu sem nú er uppi. Í ályktuninni segir: "Afneitun af þessu tagi ber vott um takmörkuð veruleikatengsl og herðir aðeins hnútinn sem að þarf að leysa. Afstaða atvinnurekenda er ögrandi og skaða…
19. maí 2015
SGS berst enn frekari stuðningur erlendis frá
Eins og greint var frá hér á vefnum fyrir skemmstu þá hafa hafa fjölmörg systursamtök SGS á alþjóða-, evrópska- og norræna vísu sent sambandinu samstöðuyfirlýsingar þar sem þau lýsa yfir eindrægum stuðningi við kröfur og verkfallsaðgerðir sambandsins. Síðan þá hefur enn frekari stuðningur borist sambandinu víðs vegar frá í heiminum, t.a.m. frá Kanada, Portúgal og Króatíu. Líkt og áður er um að ræð…
18. maí 2015
Orlofsuppbót 2015
Starfsgreinasamband Íslands vill minna launafólk á rétt sinn á að fá greidda orlofsuppbót. Orlofsuppbót á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2015 kemur til greiðslu þann 1. júní nk. hjá þeim sem starfa á almennum vinnumarkaði eða hjá ríkinu. Ekki hefur verið samið um fjárhæð uppbótarinnar en ef ósamið verður þann 1. júní þá kemur sama fjárhæð til greiðslu og á síðasta ári, þ.e. 39.500 kr. Þeir sem starf…