4. nóvember 2013
Starfsgreinasamband Íslands leggur fram launakröfur
Starfsgreinasamband Íslands (SGS) lagði í dag fram launakröfur fyrir komandi kjarasamninga til Samtaka atvinnulífsins. SGS hefur umboð 16 aðildarfélaga sinna til að ganga til samninga fyrir þeirra hönd og hefur þar með umboð til kjarasamningsgerðar fyrir almennt og sérhæft verakfólk á öllu landinu að undanskildum þeim félögum sem eru innan vébanda Flóabandalagsins.!--more--> Í kröfugerð SGS er lögð áhersla…
31. október 2013
Krafan er hækkun lægstu launa
Á þingi Starfsgreinasambands Íslands í síðustu viku kom fram skýr krafa um hækkun lægstu launa. Ljóst er að hækkun lægstu launa hefur borið góðan árangur í undangengnum kjarasamningum. Það hefur orðið til þess að minnka bilið milli þeirra launahæstu og launalægstu. Þar að auki eru að stórum hluta til konur sem sinna lægst launuðu störfunum og því verður það til að minnka launamun kynjanna að hækka…
30. október 2013
Umsögn SGS um forsendur fjárlagafrumvarpsins
Starfsgreinasamband Íslands hefur sent inn umsögn um um ýmsar forsendur frumvarps til fjárlaga fyrir árið 2014. Sambandið harmar það að ekki var haft samráð við aðila vinnumarkaðarins við undirbúning fjárlaga þrátt fyrir yfirlýsingar í stjórnarsáttmálanum um samráð í meðal annars skattamálum, enda sé ljóst að margar breytingar sem áætlaðar eru í ríkisfjármálum muni hafa bein áhrif á kaupmátt launa…
25. október 2013
Hlutastörf kvenna og karla
Færri konur vinna hlutastörf á Íslandi en í flestum öðrum Norðurlöndunum (að Finnlandi undanskildu) en enginn þó eins lítið og íslenskir karlar, þeir eru langflestir í fullum störfum. Það er ljóst að hlutastörf eru töluvert algengari á hinum Norðurlöndunum og miklu algengari alls staðar meðal kvenna en karla. Flestar konur segja ástæðu þess að þær vinna hlutastörf vera vegna fjölskylduaðstæðna og…
22. október 2013
SGS opnar nýjan vef
Nýr og endurbættur vefur Starfsgreinasambands Íslands var settur í loftið á þingi sambandsins sem lauk sl. föstudag. Ýmsar breytingar hafa verið gerðar á vefnum sem miða að því að bæta þjónustu við alla þá sem eiga erindi við SGS. Lögð er áhersla á stílhreint útlit, einfalda uppbyggingu og síðast en ekki síst að upplýsingar á nýjum vef séu sem aðgengilegastar og settar fram á greinargóðan hátt. Á…