27. nóvember 2013
Hinir lægst launuðu fá minnst
Margir eiga erfitt með að ímynda sér að fólk lifi af minna en 300.000 krónur í mánaðarlaun. Ráðherrar, atvinnurekendur og fleiri eiga skiljanlega erfitt með að setja sig í þau spor. Í verkalýðshreyfingunni erum við hins vegar í daglegum samskiptum við fólk sem er einmitt að reyna þetta; að lifa af mánaðarlaunum undir 300.000 krónum. Í nýútkominni könnun sem Flóabandalagið lét gera meðal félaga sin…
21. nóvember 2013
Yfirlýsing frá samninganefnd SGS vegna kjaraviðræðna SGS við SA
Viðræður vegna kjarasamninga hafa nú ratað inn í auglýsingatíma sjónvarpsins með auglýsingu sem SA birti í gærkveldi. Þar er varað við hækkun launa umfram 2%. Flestir leggjast nú á eitt að koma í veg fyrir að launafólk fái launahækkanir í kjarasamningum sem eru lausir í lok mánaðarins en það er fáheyrt að samtök atvinnurekenda fari frekar í auglýsingaherferðir en að tala við samningsaðila við samn…
18. nóvember 2013
NU-HRCT auglýsir eftir framkvæmdastjóra
Samband norrænna stéttarfélaga starfsmanna í hótel-  veitinga-, og ferðaþjónustugreinum (NU HRCT), auglýsir eftir framkvæmdastjóra til að stýra skrifstofu samtakanna í samvinnu við kjörna stjórn. Skrifstofan er í aðalstöðvum landssambands 3F í Kaupmannahöfn.  Starfið felur í sér m.a.:
  • Undirbúning og boðun stjórnarfunda.
  • Ábyrgð á framkvæmd stefnumótunar. Skipulagning og framkvæmd norrænna ráðst…
12. nóvember 2013
Af kjaramálum
Starfsgreinasamband Íslands lagði fram kröfur sínar um síðustu mánaðarmót og byggðust þær á kröfugerðum frá aðildarfélögunum og niðurstöðu samninganefndarinnar. Í samninganefndinni eiga sæti formenn allra aðildarfélaga SGS sem veitt hafa umboð, þ.e. félög utan höfuðborgarsvæðisins. SGS hefur alltaf talað fyrir því að ef launafólk á að sýna varkárni í samningum og freista þess að halda niðri verðbó…
7. nóvember 2013
Vertu á verði
Í febrúar sl. hleypti ASÍ og aðildarfélög þess af stað herferð gegn verðhækkunum undir yfirskriftinni – Vertu á verði. Átakið er hvatning til almennings og fyrirtækja um að taka höndum saman til að rjúfa vítahring verðbólgunnar og er liður í eftirfylgni með samkomulags ASÍ og SA við framlengingu kjarasamninga í upphafi árs. Hugmyndin er fyrst og fremst að vekja fólk til meðvitundar um verðlagsmál…