5. desember 2013
SA hafnar hækkun lægstu launa - viðræðum slitið
Tilkynning frá samninganefnd ASÍ:
Samninganefnd ASÍ hefur á undanförnum vikum unnið að því að leggja grunn að aðfarasamningi við Samtök atvinnulífsins, þar sem þess yrði freistað að ná auknum kaupmætti, tryggja stöðugleika í efnahagsmálum og lágri verðbólgu. Ágætur árangur hefur náðst um umgjörð slíks samnins. Í dag kom hins vegar í ljós djúpstæður ágreiningur við SA um launalið væntanlegs samnin…
5. desember 2013
Yfirlýsing frá samningaráði Starfsgreinasambands Íslands
Í tilefni þeirra skrifa sem koma fram á vefsíðu Verkalýðsfélags Akraness vill samningaráð Starfsgreinasambandsins koma eftirfarandi á framfæri:
Nú standa yfir kjaraviðræður við Samtök atvinnulífsins á hinum almenna vinnumarkaði enda runnu gildandi kjarasamningar út um síðustu mánaðarmót. Mikil og þétt vinna fer fram í samninganefndum stéttarfélaga, landssambanda og á vettvangi ASÍ. Í þeirri vinnu…
4. desember 2013
Greiðslur í ræstingum breytast
Greiðslur fyrir tímamælda ákvæðisvinnu í ræstingum breytast frá og með næsta samningstímabili. Meginbreytingin felst í því að nú er verið að taka mið af því samningsumhverfi sem gildir almennt fyrir félagsmenn innan Starfsgreinasambands Íslands (SGS) þar sem álagstímabil fyrir eftirvinnu hefst kl. 17.00 virka daga og mun sama launatafla gilda fyrir ákvæðisvinnu í ræstingu og aðra starfahópa. Þessi…
3. desember 2013
Samninganefndarfundur afstaðinn
Samninganefnd Starfsgreinasambandsins hélt fund í dag þar sem farið var yfir stöðuna en eins og alkunna er runnu samningar út um síðustu mánaðarmót. Starfsgreinasambandið ákvað á fundi í nóvember að ganga til samstarfs við önnur landssambönd í samningaviðræðunum. Samninganefnd Alþýðusambands Íslands er í forsvari fyrir þær viðræður en formaður Starfsgreinasambandsins, Björn Snæbjörnsson er fulltrú…
29. nóvember 2013
Desemberuppbót 2013
Samkvæmt kjarasamningum ber atvinnurekendum að greiða starfsmönnum sínum desemberuppbót í byrjun desember ár hvert. Uppbótin er háð ákveðnum skilyrðum sem varða t.a.m. starfstíma og starfshlutfall á yfirstandandi ári. Desemberuppbót greiðist sem eingreiðsla, er föst krónutala og tekur ekki hækkunum skv. öðrum ákvæðum kjarasamninga. Hér að neðan gefur að líta upphæðir desemberuppbótar fyrir árið 2…