6. janúar 2014
Kynningarefni vegna kjarasamninga
Starfsgreinasambandið hefur útbúið kynningarefni vegna kjarasamninganna sem undirritaðir voru 21. desember síðastliðinn. Hér að neðan má nálgast ýtarlegar upplýsingar um samningnana á íslensku sem og upplýsingar á ensku og pólsku.
[hr toTop="false" /]
2. janúar 2014
Nýtt ár og breytt laun
Starfsgreinasamband Íslands óskar landsmönnum öllum gleðilegs árs með þökkum fyrir samfylgdina á liðnu ári. Rétt fyrir jól undirritaði samninganefnd SGS nýja kjarasamninga sem gilda til eins árs. Nú tekur við ferli atkvæðagreiðslu hjá aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins og skal því lokið þann 22. janúar næstkomandi. Samningar taka gildi við undirritun og gilda áfram nema þeir séu felldir í atkv…
31. desember 2013
Gleðilegt ár!
Starfsgreinasamband Íslands óskar landsmönnum nær og fjær gleðilegs og gæfuríks komandi árs og þakkar fyrir samskiptin á árinu sem er að líða.[hr toTop="false" /]
21. desember 2013
Kjarasamningar undirritaðir
Skrifað var undir kjarasamninga á hinum almenna vinnumarkaði í kvöld. Helstu atriði samningsins er snúa að félögum í Starfsgreinasambandinu er 8.000 króna launahækkun auk tilfærslu um einn launaflokk og 2,8% hækkun á alla almenna liði kjarasamningsins. Auk þess hækkar lágmarkstekjutrygging eftir fjögurra mánaða starf úr 204.000 í 214.000 krónur. Desember- og orlofsuppbætur hækka einnig hlutfallsle…
20. desember 2013
Jólakveðja SGS
Starfsgreinasamband Íslands sendir öllum landsmönnum bestu óskir um gleðirík og yndisleg jól. Með von um farsæla kjarabaráttu og samstöðu á nýju ári.
Vakin er athygli á að skrifstofa SGS verður lokuð milli jóla og nýárs, en hægt er að hafa samband við starfsfólk SGS í gegnum tölvupóst (sgs@sgs.is).[hr toTop="false" /]