6. október 2022
45. þing Alþýðusambands Íslands
Þrjú hundruð fulltrúar frá tæplega 50 stéttarfélögum af öllu landinu koma saman á 45. þingi ASÍ dagana 10.-12. október næstkomandi, en þingið verður að þessu sinni haldið á Hótel Nordica í Reykjavík. Starfsgreinasambandið á 121 fulltrúa á þinginu í ár, sem koma frá 19 aðildarfélögum sambandins.
5. október 2022
Nýr framkvæmdastjóri mættur til starfa
Í vikunni hóf Björg Bjarnadóttir, nýráðinn framkvæmdastjóri, formlega störf hjá Starfsgreinasambandinu. Flosi Eiríksson, fráfarandi framkvæmdastjóri SGS, mun verða Björgu innan handar næstu vikurnar og koma henni inn í dagleg störf. Björg kemur til með að stýra skrifstofu SGS og bera ábyrgð á daglegum rekstri sambandsins ásamt því að sinna fjölmörgum öðrum verkefnum.
6. september 2022
Fyrsti viðræðufundur SGS og SA
Fyrr í dag hittust viðræðunefnd Starfsgreinasambandsins og fulltrúar Samtaka atvinnulífsins á sínum fyrsta eiginlega viðræðufundi í kjarasamningsviðræðunum sem framundan eru, en núgildandi kjarasamningur SGS og SA rennur út 1. nóvember næstkomandi.
6. september 2022
Formenn funduðu í Reykjavík
Í gær, mánudaginn 5. september, boðaði Starfsgreinasambandið til formannaundar á Hótel Reykjavík Natura. Um var að ræða útvíkkaðan fund, þ.e.a.s. til fundarins voru boðaðir formenn aðildarfélaga SGS auk eins fulltrúa til viðbótar frá hverju félagi.
27. júlí 2022
Björg Bjarnadóttir ráðin framkvæmdastjóri SGS
Björg Bjarnadóttir hefur verið ráðin nýr framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands og mun hún hefja störf 1. október næstkomandi.