4. september 2014
Forstjórar með tugföld árslaun á við verkafólk
Alþýðusambands Íslands sendi frá sér athyglisverða samantekt í gær þar sem ofurlaun íslenskra forstjóra eru sett í samhengi við laun almennings í landinu. Það er skemmst frá því að segja að ný athugun ASÍ sýnir að nokkrir forstjórar fyrirtækja á hlutabréfamarkaði eru með tugföld árslaun verkafólks. Í samantektinni eru kjör æðstu stjórnenda borin saman við aðra hópa. Til að gera það reiknaði ASÍ sv…
3. september 2014
Starfsfólk skyndibitastaða í Bandaríkjunum boðar hertar aðgerðir
Síðastliðið vor fjallaði Starfsgreinasambandið um mótmælaaðgerðir sem starfsfólks skyndibitastaða víðs vegar um heiminn efndu til, en þá mótmæltu þúsundir í um 150 borgum og kröfðust hærri launa og bættra starfsskilyrða. Voru þau mótmæli þau stærstu sinnar tegundar frá upphafi. Starfsfólk skyndibitakeðja í Banadaríkjunum hyggst nú ganga lengra í mótmælum sínum en áður og hvetja jafnvel til borgara…
29. ágúst 2014
Formenn lýsa þungum áhyggjum af ferðaþjónustunni
Fram kom í máli margra formanna sem sátu samninganefndarfund hjá Starfsgreinasambandinu á fimmtudaginn var, að ástandið í kjaramálum fólks sem starfar innan ferðaþjónustunnar hefur aldrei verið jafn slæmt. Í sumar hafa komið óvenju mörg mál inn á borð stéttarfélaganna sem fjalla um að ekki eru greidd laun samkvæmt kjarasamningum. Einn fundarmanna gekk svo langt að segja: „Það er varla að það komin…
28. ágúst 2014
Samninganefnd SGS hefur kjarabaráttu vetrarins
Í dag kom samninganefnd Starfsgreinasambandsins saman til fundar í húsakynnum ríkissáttasemjara. Um var að ræða fyrsta formlega fund nefndarinnar í haust. Í nefndinni sitja formenn allra þeirra aðildarfélaga sem veitt hafa sambandinu umboð til kjarasamningsgerðar við Samtök atvinnulífsins - alls 16 talsins um allt land.
Á fundinum var farið yfir vinnuna sem er framundan varðandi endurnýjun kjaras…
27. ágúst 2014
Jafnrétti í 40 ár
Norðurlöndin hafa átt með sér samstarf um jafnréttismál í 40 ár og fögnuðu því með ráðstefnu í Reykjavík í gær (þriðjudaginn 26. ágúst). Meðal þátttakenda á ráðstefnunni voru Eygló Harðardóttir velferðarráðherra, frú Vigdís Finnbogadóttir og Margot Wallström, sem unnið hefur á vettvangi Sameinuðu þjóðanna gegn ofbeldi gegn konum í stríðsátökum. Hún hefur einnig gegnt ráðherradómi í Svíþjóð.
Á ráð…