10. júní 2015
Fundur fólksins
Starfsgreinasambandið vill vekja athygli á hátíðinni Fundur fólksins sem fer fram dagana 11. til 13. júní næstkomandi. Um er að ræða líflega þriggja daga hátíð um samfélagsmál í Norræna húsinu og næsta nágrenni þess. Slegið verður upp tjaldbúðum og skemmtilegir kofar setja svip á hátíðarsvæðið. Þar munu hin ýmsu félagasamtök vera með starfsemi alla hátíðina. Boðið er til samtals milli almennings,…
10. júní 2015
Málþing ASÍ og SGS: Verkalýðsbaráttan og stjórnmálin í tónlist, máli og myndum
ASÍ og SGS standa fyrir málþingi á hátíðinni Fundur fólksins þann 13. júní næstkomandi undir yfirskriftinni Verkalýðsbaráttan og stjórnmálin í tónlist, máli og myndum. Á málþinginu verður boðið upp á framsögur um samskipti verkalýðshreyfingarinnar og stjórnmálanna auk pallborðsumræða milli fulltrúa verkalýðshreyfingarinnar og stjórnmálaflokka um málefnið.
Tímasetning: Laugardagurinn 13. júní kl.…!--more-->
9. júní 2015
Á dagskrá að berjast gegn kynferðislegri áreitni
Ráðstefnu stéttarfélaganna á Norðurlöndum sem starfa fyrir fólk í ferðaþjónustu er nýlokið en í aðdraganda ráðstefnunnar voru unnar rannsóknir í flestum landanna þar sem rannsóknir voru ekki til áður. Skemmst er frá því að segja að kynferðisleg áreitni gagnvart fólki sem starfar í þjónustugreinum er víðtæk og voru niðurstöðurnar sláandi.
Ungu fólki og þá einkum og sér í lagi ungum konum er hætt v…!--more-->
8. júní 2015
Ný grein: Fæ ég koss í kaupbæti?
Stjórn Norrænna samtaka starfsfólks í hótel-, veitinga- og ferðaþjónustugreinum hefur sent frá sér áhugaverða grein undir yfirskriftinni: Fæ ég koss í kaupbæti?, en greinin birtist m.a. á visir.is í dag. Í greininni vekja höfundar m.a. á alvarleika og hárri tíðni kynferðislegrar hjá starfsfólki í hótel- og veitingagreinum. Þá krefjast höfundar aðgerða af hálfu atvinnurekenda til að vinna á þessu h…
8. júní 2015
Ný rannsókn á upplifun starfsfólks á kynferðislegri áreitni á vinnustað
Í dag stendur Starfsgreinasambandið, ásamt systursamtökum á Norðurlöndum, fyrir ráðstefnu gegn staðalmyndum og kynferðislegri áreitni innan hótel-, veitinga- og ferðaþjónustunnar. Meðfram ráðstefnunni lét Starfsgreinasambandið, í samstarfi við Rannsóknarstofnun í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands, vinna rannsókn á upplifun starfsfólks á kynferðislegri áreitni á vinnustað. Rannsóknin var unnin a…