26. febrúar 2015
Norræn ráðstefna gegn staðalmyndum og kynferðislegri áreitni innan hótel-, veitinga- og ferðaþjónustunnar
Þann 8. júní næstkomandi stendur Starfsgreinasamband Íslands ásamt systursamtökum á Norðurlöndunum fyrir norrænni ráðstefnu gegn staðalmyndum og kynferðislegri áreitni innan hótel-, veitinga- og ferðaþjónustunnar. Ráðstefnan fer fram á Hótel Natura og má skrá sig til leiks fyrir 10. apríl 2015. Tilgangur ráðstefnunnar er að miðla upplýsingum og aðferðum til að auka vitund og vinna gegn staðalmynd…
24. febrúar 2015
Köllum eftir virðingu, skilningi og réttlæti!
Á fundi 23. febrúar síðastliðinn í samninganefnd Bárunnar var eftirfarandi ályktun samþykkt: Báran, stéttarfélag fagnar þeim stuðningi sem er í þjóðfélaginu varðandi kröfur SGS um 300 þúsund innan þriggja ára. Jafnframt harmar félagið það skilningsleysi sem endurspeglar viðbrögð Samtaka atvinnulífsins. Samninganefnd Bárunnar, stéttarfélags skorar á forsvarsmenn atvinnulífsins að endurskoða afstö…
16. febrúar 2015
Eru kröfur verkafólks þess valdandi að allt fer á hvolf?
Verða kröfur verkafólks í væntanlegum samningaviðræðum þess valdandi að allt fer á hvolf í samfélaginu? Verkalýðs og sjómannafélag Sandgerðis er aðili að SGS og fer samninganefnd SGS með samningsumboð fyrir félagið. Aðeins er farið fram á það í kröfugerð SGS  að fólk geti skrimt af launum sínum. Kröfugerð SGS hljóðar uppá að við verðum búin að ná lægstu launum upp í lágmark 300.000 kr. innan þrig…
13. febrúar 2015
Órofa samstaða hjá SGS
Samninganefnd Starfsgreinasambandsins kom saman til fundar í dag föstudag til að meta stöðuna í kjaraviðræðum. Í samninganefnd SGS sitja formenn allra aðildarfélaga sem veitt hafa sambandinu umboð í komandi kjarasamningum. Um morguninn fór fram fyrsti samningafundur við SA undir verkstjórn ríkissáttasemjara, en deilunni var vísað þangað í upphafi mánaðarins. Greint var frá umræðum á samningafundin…
13. febrúar 2015
Dagvinnulaun verkafólks á Íslandi nærri þriðjungi lægri
Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju og Starfsgreinasambandsins, ritar grein í nýjasta tölublað Vikudags, en greinina má lesa hér að neðan. ... Á hátíðarstundum tölum við gjarnan um velferðarríkið Ísland. Lífsgæðin sem við búum við í dag eru langt í frá sjálfsagður hlutur, þess vegna þurfum við reglulega að staldra við og taka stöðuna. Nú þegar kjaraviðræður eru framundan er einmitt heppi…