9. mars 2015
Launamunur kynjanna: Ennþá langt í land
Samkvæmt gögnum frá Eurostat vinna konur í löndum Evróusambandsins sér inn að meðaltali 16,4% minna en karlar fyrir hverja vinnustund. Óleiðréttur launamunur kynjanna mælist minnstur í Slóveníu, en mestur mælist hann í Eistalandi - alls 30%. Þessar tölur gefa til kynna að launamunur kynjanna er ennþá mikill og þróunin í átt að jafnræði í þeim málum er afar hæg. Það er umhugsunarefni að þessar tölu…
6. mars 2015
Hádegisfundur í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna
Samræming fjölskyldu og atvinnulífs verður til umfjöllunar á hádegisfundi 9. mars í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Alþjóðlegur baráttudagur kvenna er reyndar 8. mars en þar sem þann dag ber upp á sunnudag verður fundurinn haldinn á mánudaginn.
Dagskrá fundarins.
Facebook-síða fundarins.
5. mars 2015
Öllum tryggð atvinnutengd starfsendurhæfing
Samkomulag hefur náðst milli stjórnvalda og heildarsamtaka vinnumarkaðarins um hvernig framlög úr ríkissjóði til starfsendurhæfingarsjóða skuli háttað. Þetta samkomulag mun því binda enda á þá óvissu sem hópar sem standa utan vinnumarkaðar hafa þurft að sæta um þjónustu hjá VIRK- starfsendurhæfingarsjóði. Samkomulagið tryggir að öllum sem á þurfa að halda er nú tryggð atvinnutengd starfsendurhæfin…
4. mars 2015
Vinnandi fólk hræðist ekki baráttuna fyrir bættum kjörum
Stjórn Verkalýðsfélags Vestfirðinga hefur sent frá ályktun um stöðu kjaraviðræðna, en hana má lesa hér að neðan.
...
Þann 28. febrúar lauk gildistíma megin þorra kjarasamninga aðildarfélaga ASÍ. Þrátt fyrir lausa samninga er ennþá himinn og haf milli deiluaðila og ólíklegt að gengið verði frá endurnýjun samninga í bráð. Gera má ráð fyrir að launafólk sé að sigla inn í tímabil átaka þar sem samst…
27. febrúar 2015
Ályktun formannafundar Starfsgreinasambands Íslands varðandi vaxtamál
Svohljóðandi ályktun var samþykkt á formannafundi SGS föstudaginn 27. febrúar 2015:
Formannafundur SGS tekur undir gagnrýni um mikinn og ólíðandi vaxtamun viðskiptabankanna á Íslandi. Það liggur fyrir að mörg heimili og fyrirtæki hérlendis berjast í bökkum vegna þeirra okurvaxta sem þeim standa til boða.
Það liggur líka fyrir að sá vaxtamunur sem hér ríkir þekkist varla í þeim löndum sem við vil…