14. apríl 2015
Norræn ráðstefna gegn staðalmyndum og kynferðislegri áreitni innan hótel-, veitinga- og ferðaþjónustunnar
Þann 8. júní næstkomandi stendur Starfsgreinasamband Íslands ásamt systursamtökum á Norðurlöndunum fyrir norrænni ráðstefnu gegn staðalmyndum og kynferðislegri áreitni innan hótel-, veitinga- og ferðaþjónustunnar. Ráðstefnan fer fram á Hótel Natura og má skrá sig til leiks fyrir 20. apríl 2015.
Tilgangur ráðstefnunnar er að miðla upplýsingum og aðferðum til að auka vitund og vinna gegn staðalmynd…!--more-->
13. apríl 2015
Atkvæðagreiðsla um verkfall hafin
Rafræn atkvæðagreiðsla 16 aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins um heimild til verkfallsboðunar hófst kl. 08:00 í morgun og mun hún standa til miðnættis þann 20. apríl nk. Um er að ræða verkfallsboðun vegna félagsmanna sem starfa eftir kjarasamningum við Samtök atvinnulífsins. Rúmlega 10.000 manns eru á kjörskrá og fá þeir í dag eða á næstu dögum send kjörgögn vegna atkvæðagreiðslunnar. Fólk er hv…
9. apríl 2015
Skipuleggja harðari aðgerðir
Starfsgreinasambandið (SGS) hefur tilkynnt um víðtækar verkfallsaðgerðir sem bresta munu á í lok þessa mánaðar og í maímánuði, hafi ekki náðst samningar fyrir þann tíma. Um er að ræða harðari og umfangsmeiri aðgerðir en áður höfðu verið kynntar en í stað staðbundinna vinnustöðvana þá hefjast allsherjarverkföll. Aðgerðirnar ná til yfir 10 þúsund félagsmanna aðildarfélaga SGS og munu hafa mikil áhri…
7. apríl 2015
Undirbúningur atkvæðagreiðslu
Undirbúningur að því að endurtaka atkvæðagreiðslu um verkfall er nú í fullum gangi. Fyrri atkvæðagreiðsla okkar var dæmd ólögmæt og því er hún endurtekin núna og greint á milli aðildarfélaga innan SGS og þeirra samninga sem kosið er um. Aldrei hefur verið dæmt í svona máli áður en ljóst er að SA ætlar að beita lagaklækjum frekar en að setjast að samningaborðinu. Atkvæðagreiðslan hefst á mánudaginn…
26. mars 2015
Yfirlýsing frá Starfsgreinasambandi Íslands vegna úrskurðar félagsdóms
Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands (SGS) lýsir miklum vonbrigðum með nýfallinn dóm félagsdóms í máli Rafiðnaðarsambandsins vegna tæknimanna hjá RÚV en Samtök atvinnulífsins (SA) höfðu efast um lögmæti verkfallsaðgerða tæknimannanna. Dómurinn kemst að þeirri niðurstöðu að óheimilt hafi verið að telja atkvæði vegna verkfallsboðunar margra stéttarfélaga í einu lagi, jafnvel þó að um sameiginl…