21. apríl 2015
95% samþykkja verkfall
Verkfallsaðgerðir rúmlega 10 þúsund félagsmanna Starfsgreinasambands Íslands (SGS) hefjast í næstu viku. Félagsmenn SGS samþykktu aðgerðirnar með yfirgnæfandi meirihluta, eða 94,6%, í atkvæðagreiðslu sem staðið hafði í eina viku og lauk á miðnætti í gær.
Kjörsókn var 50,4% en þátttaka í kosningunni jókst eftir því sem leið á vikuna samfara mikilli umfjöllun og umræðu sem varð um kjaramál síðustu…
20. apríl 2015
Kosningu lýkur í kvöld
Kosningu um verkfallsaðgerðir lýkur á miðnætti í kvöld og fer hver að verða síðastur til að greiða atkvæði um aðgerðir. Kjörsókn hefur farið fram úr björtustu vonum og er töluvert meiri en hefur verið þegar greidd eru atkvæði um kjarasamninga til dæmis. Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar munu liggja fyrir í fyrramálið og verða gefnar út um kl. 11. Starfsgreinasambandið hvetur alla sem eiga eftir að g…
17. apríl 2015
Ný skýrsla um stöðu og horfur á vinnumarkaði
Vinnumálastofnun hefur sent frá sér skýrslu um Stöðu og horfur á vinnumarkaði fyrir árin 2015-2017. Í skýrslunni fara sérfræðingar stofnunarinnar yfir landslagið á íslenskum vinnumarkaði næstu árin og greina hvar framboð og eftirspurn er eftir atvinnugrein og menntun.
Svo virðist sem fólki á vinnumarkaði muni fjölga heldur minna en sem nemur fjölgun starfa næstu ár og er mismunurinn nálægt 1.000…
17. apríl 2015
Árangurslaus fundur: Engar tilllögur frá SA
Samningafundi Starfsgreinasambandsins (SGS) með Samtökum atvinnulífsins (SA) lauk í dag í húsnæði sáttasemjara án árangurs. Fundurinn hófst 10 í morgun en stóð í skamman tíma og samninganefnd SGS yfirgaf húsið án þess að vera með nýtt tilboð frá atvinnurekendum í farteskinu. Atkvæðagreiðslu um verkfall lýkur á mánudag en náist ekki að semja hefst verkfall hjá þúsundum verkafólks þann 30. apríl. Me…
15. apríl 2015
Starfsfólk skyndibitastaða mótmælir í dag
Í dag, 15. apríl, boða starfsmenn skyndibitastaða í Bandaríkjunum til viðamikilla verkfalla og mótmæla til að krefjast þess að tímakaup á skyndibitastöðum í Bandaríkjunum verði að lágmarki 15 dollarar, eða jafnvirði rúmlega 1.700 króna. Hingað til hafa atvinnurekendur ekki viljað koma til móts við kröfur starfsfólksins og sagt kröfuna vera óraunhæfa.
Þúsundir starfsmanna í meira en 200 borgum víð…!--more-->