1. maí 2015
Ræða framkvæmdastjóra SGS 1. maí
Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, flutti ræðu á 1. maí-hátíðarhöldum stéttarfélaganna á Selfossi í dag. Ræðuna í heild sinni má lesa hér að neðan.
............................
Kæru félagar,
Vorsins 2015 verður minnst um langan tíma í verkalýðssögunni. Við stöndum í miðjum átökum, þeim hörðustu sem hafa verið á vinnumarkaði í áratugi. Svona átök spretta ekki upp úr engu og…
1. maí 2015
Ræða formanns SGS 1. maí
Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, flutti ræðu á 1. maí-hátíðarhöldum stéttarfélaganna í Skagafirði í dag. Ræðuna í heild sinni má lesa hér að neðan.
............................
Ágætu félagar
til hamingju með daginn, baráttudag verkafólks !
Það er mér sönn ánægja að ávarpa þennan baráttufund.
Sem formaður Starfsgreinasambands Íslands get ég vottað að gjarnan er horft til…
1. maí 2015
Til hamingju með daginn verkafólk!
Starfsgreinasamband Íslands óskar verkafólki um land allt til hamingju með daginn, en í dag, 1. maí, er alþjóðlegur baráttudagur verkafólks um allan heim haldinn hátíðlegur.
SGS hvetur alla til þess að taka þátt í kröfugöngum og -fundum verkalýðsfélaganna um land allt í dag, sýna samstöðu og efla baráttuandann með það að markmiði að knýja fram sanngjarnar og réttlátar kröfur verkafólks!
Dagskrá…
1. maí 2015
Miðstjórn ASÍ lýsir yfir stuðningi við verkfallsaðgerðir SGS
Miðstjórn Alþýðusambands Íslands hefur lýst yfir stuðningi við yfirstandandi verkfallsaðgerðir aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands í kjaradeilu þeirra við atvinnurekendur vegna endurnýjunar aðalkjarasamninga.
Miðstjórn ASÍ hvetur félagsmenn allra aðildarsamtaka sinna til að virða aðgerðir félaganna og stuðla að því að verkfallsbrot verði ekki framin.
30. apríl 2015
Mikill stuðningur erlendis frá
Eins og fram kom í frétt hér á vef SGS í gær þá hefur sambandinu borist stuðningur úr allskyns áttum að undanförnu, ekki síst erlendis frá. Fjölmörg systursamtök SGS á alþjóða-, evrópska- og norræna vísu hafa sent sambandinu samstöðuyfirlýsingar þar sem þau lýsa yfir eindrægum stuðningi við kröfur og verkfallsaðgerðir sambandsins. Um er að ræða gríðarlega fjölmenn og öflug samtök launafólks og er…