12. maí 2015
Fundað í Karphúsinu í dag
Samninganefnd SGS mun hittast á fundi í dag til að ræða kjara­deilu Starfsgreinasambandsins og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins. Fundurinn verður haldinn í Karphúsinu og hefst hann kl. 12:30. Á fundinum verður m.a. farið yfir stöðuna á vinnumarkaðnum í heild sinni, samningsgrundvöll við Samtök atvinnulífsins og hugsanlega aðkomu stjórnvalda. Fundurinn er hluti af reglulegum fundarhöldum samninganefndar…
8. maí 2015
Köllum eftir raunhæfum lausnum: Fólk í fullri vinnu þarf að geta séð fyrir sér
Fulltrúum Samtaka atvinnulífsins hefur verið tíðrætt um tilboð sem þau gerðu verkalýðshreyfingunni og er mikilvægt að halda ákveðnum atriðum til haga í því sambandi: SA lýsti því yfir við fyrirtæki innan samtakanna að verkalýðshreyfingin hafi hafnað tilboðinu áður en Starfsgreinasambandið fékk að sjá nokkurt tilboð. Áður höfðu önnur landssambönd og félög innan verkalýðshreyfingarinnar greinilega…
7. maí 2015
Verkfallsvarsla almennt gengið vel
Það hefur varla farið fram hjá neinum að í gær og í dag (6. og 7. maí) eru um 10.000 félagsmenn 16 aðildarfélaga SGS í verkfalli. Talið er að verkfallið snerti rúmlega 1.500 fyrir á landsbyggðinni og hefur áhrifanna gætt víða, meðal annars í kjöt- og fiskvinnslu, ferðaþjónustu, flutningum og byggingastarfsemi. Talið er að áhrifin af verkfallinu sem nú stendur yfir séu talsvert meiri en af hálfsdag…
6. maí 2015
Virk verkfallsvarsla um allt land!
Á miðnætti í nótt hófust umfangsmiklar verkfallsaðgerðir um allt land fyrir utan höfuðborgarsvæðið og Keflavík. Ríflega 10.000 manns lögðu niður störf til að knýja á um gerð nýs kjarasamnings við Samtök atvinnulífsins. Lítið hefur mjakast í viðræðum og svokallað tilboð SA sem barst á sunnudag var mjög langt frá hugmyndum Starfsgreinasambandsins til lausnar, enda var verkafólki ætlað að greiða fyri…
5. maí 2015
Tilboð SA jafngildir 30 þús. kr. hækkun á þremur árum
Vegna fréttar sem birtist í Fréttablaðinu og á visir.is í morgun undir yfirskriftinni „SA segjast vilja rétta hlut tekjulægstu hópa“, telur Starfsgreinasambands Íslands (SGS) mikilvægt að halda til haga staðreyndum. Fullyrðingar og prósentutölur í bréfi Björgólfs Jóhannssonar, formanns Samtaka atvinnulífsins (SA), sem er umfjöllunarefni fréttarinnar, eru ekki í samræmi við það sem fram hefur komi…