22. júní 2015
Kjarasamningur samþykktur alls staðar
Niðurstöður atkvæðagreiðslu um kjarasamninga Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins á hinum almenna vinnumarkaði liggja nú fyrir og voru samningarnir samþykktir með yfirgnæfandi meirihluta. Starfsgreinasambandið fór með umboð 15 aðildarfélaga í viðræðunum og hélt utan um sameiginlega rafræna atkvæðagreiðslu um samningana. Í heildina var kjörsókn rúmlega 25%, já sögðu 79,95% en nei sögðu…
19. júní 2015
Til hamingju með daginn!
19. júní 2015 fögnum við því að eitt hundrað ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt á Íslandi auk þess sem eignalausir menn fengu einnig kosningarétt þennan dag. Baráttan fyrir kosningarétti kvenna í alþingiskosningum var hörð og hávær og afleiðingar þess að veita konum þennan rétt urðu ekki skelfilegar þrátt fyrir varnaðarorð. Fyrst um sinn voru það þó einungis konur yfir fertugt sem fe…
15. júní 2015
Nýr samningur við Edduhótel undirritaður
Starfsgreinasamband Íslands hefur undirritað nýjan kjarasamning vegna sumarstarfsfólks hjá Edduhótelum. Samningurinn tekur mið af nýgerðum kjarasamningum á almennum vinnumarkaði en í þessum samningi er sem fyrr ákvæði um launaauka sem er hluti af seldum veitingum og gistingu. Samningurinn verður lagður fyrir framkvæmdastjórn SGS til staðfestingar eftir að niðurstöður úr atkvæðagreiðslu vegna almen…
12. júní 2015
Atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning hafin
Rafræn atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífins hófst á slaginu kl. 8:00 á morgun (12. júní) og mun henni ljúka kl. 12:00 þann 22. júní nk. Allir kosningabærir félagsmenn fá kynningarbækling sendan í pósti og ætti hann að berast félagsmönnum á næstu dögum. Í bæklingnum má m.a. finna lykilorð sem þarf að nota þegar greitt er atkvæði. Allir félagsmenn eru á kjörskrá í atkvæðag…
10. júní 2015
Fundur fólksins
Starfsgreinasambandið vill vekja athygli á hátíðinni Fundur fólksins sem fer fram dagana 11. til 13. júní næstkomandi. Um er að ræða líflega þriggja daga hátíð um samfélagsmál í Norræna húsinu og næsta nágrenni þess. Slegið verður upp tjaldbúðum og skemmtilegir kofar setja svip á hátíðarsvæðið. Þar munu hin ýmsu félagasamtök vera með starfsemi alla hátíðina. Boðið er til samtals milli almennings,…