9. júlí 2015
Ný launatafla vegna aðstoðarfólks fatlaðs fólks
Búið er að undirrita nýja launatöflu vegna aðstoðarfólks fatlaðs fólks samkvæmt samningi á milli Starfsgreinasambands Íslands og NPA miðstöðvarinnar. Launahækkun tekur gildi frá 1. maí síðastliðnum og eru byrjunarlaun nú 267.823 krónur á mánuði, eftir eitt ár í starfsgrein eru mánaðarlaunin 275.107 krónur, eftir þrjú ár í starfsgrein eru þau 282.610 krónur og eftir fimm ár í starfsgrein eru mánaða…
1. júlí 2015
Viðræðum við ríki og sveitarfélög frestað fram í ágúst
Tekin hefur verið ákvörðun um að fresta viðræðum við bæði ríki og sveitarfélög fram í ágúst en stefnt er að því að undirrita samninga við þessa tvo aðila fyrir 1. október næstkomandi.  Næstu samningafundir verða haldnir um miðjan ágúst. Fulltrúar SGS hafa gengið frá samkomulagi við samninganefnd ríkisins annars vegar og hins vegar samninganefnd Sambands Íslenskra Sveitarfélaga um frestun viðræðna…
29. júní 2015
Endurskoðað starfsmat sveitarfélaganna
Þau störf sem félagsmenn í aðildarfélögum Starfsgreinsambandsins inna af hendi hjá sveitarfélögum eru metin í stigum eftir ákveðnu kerfi og fjöldi stiga segir til um hversu mikið er greitt fyrir hvert starf, þ.e. hvar það lendir í launatöflunni. Í þar síðustu kjarasamningum var ákveðið að ráðast í endurmat á öllum störfum sem rúmast innan kjarasamninga SGS og Samband Íslenskra sveitarfélaga og er…
24. júní 2015
Hækkun menntastyrkja
Stjórnir þriggja fræðslusjóða sem félagsmenn aðildarfélaga SGS greiða til; Landsmennt, Ríkismennt og Sveitamennt, hafa samþykkt eftirfarandi hækkanir á einstaklingsstyrkjum úr sjóðunum : Landsmennt Stjórn Landsmenntar hefur samþykkt að hækka hámarksupphæð einstaklingsstyrkja í 70.000 kr. frá og með 1. júlí nk. Upphæð styrkja er miðuð við greidd iðgjöld síðustu 12 mánaða en hægt er að fá styrk (þá…
23. júní 2015
Samningur við Bændasamtökin undirritaður
Starfsgreinasambandið hefur gengið frá nýjum kjarasamningi við Bændasamtök Íslands vegna starfsfólks í landbúnaði. Samningurinn tekur sömu hækkunum og samið var um í almennum kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins auk þess sem farið var yfir gildissvið samningsins og er nú talað um að hann taki til starfsfólks í landbúnaði en ekki einungis á lögbýlum. Þá voru upphæðir sem draga má frá launum vegn…