5. nóvember 2015
Hótelþernur krefjast góðra starfsskilyrða og vinnuumhverfis
Að ræsta á hótelum fylgir mikil streita og er líkamlega erfitt. Margir eru þar að auki í ótryggu ráðningarsambandi. Þann 4.-11. nóvember 2015 standa samtök starfsfólks á hótelum, kaffihúsum, skyndibitastöðum, veitingahúsum og í ferðaþjónustu á Norðurlöndum fyrir átaki þar sem beint er sjónum að aðstöðu hótelþerna.
Kastljósinu er beint að vinnuálagi sem hefur aukist mjög hin síðari ár. Margar hóte…!--more-->
4. nóvember 2015
Ráðstefna ASÍ um jafnréttismál - eru verðmætin í jafnréttinu falin?
Jafnréttisnefnd ASÍ býður til ráðstefnu 12. nóvember 2015 kl. 10:00 – 16:00 á Icelandair Hótel Reykjavík Natura. Yfirskrift ráðstefnunnar er Vinnumarkaðurinn og jafnréttisbaráttan - eru verðmætin í jafnréttinu falin?
Í ár eru 40 ár frá því að íslenskar konur lögðu niður störf þann 24. október til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags þeirra og krefjast bættra kjara. 60 ár eru frá því að fyrsta…
2. nóvember 2015
Atvinnuleysi mældist 3,5% á þriðja ársfjórðungi 2015
Á þriðja ársfjórðungi 2015 mældist atvinnuleysi 3,5%. Atvinnuþátttaka var 83,3% og hlutfall starfandi nam 80,4%. Þetta kemur fram í nýju hefti Hagtíðinda Hagstofunnar um vinnumarkaðinn.
Atvinnuþátttaka 83,3% Á þriðja ársfjórðungi 2015 voru 192.800 manns á vinnumarkaði sem jafngildir 83,3% atvinnuþátttöku. Frá þriðja ársfjórðungi 2014 hefur fólki á vinnumarkaði fjölgað um 2.400 og atvinnuþátttakan…
30. október 2015
Afgerandi niðurstaða í atkvæðagreiðslu um nýjan samning við ríkið
Ríkisstarfsmenn í 15 aðildarfélögum SGS hafa samþykkt kjarasamninginn sem undirritaður var 7. október síðastliðinn í sameiginlegri rafrænni atkvæðagreiðslu. Niðurstaðan var mjög afgerandi - já sögðu 81,8% en nei sögðu 16,3% (auðir seðlar 1,9%). Alls voru 1.012 félagar á kjörskrá og greiddu 258 þeirra atkvæði (25,5% kjörsókn). Starfsgreinsambandið undirritaði kjarasamninginn í umboði eftirtalinna f…
29. október 2015
Ný hagspá ASÍ 2015-2017
Hagdeild ASÍ kynnti í dag nýja hagspá fyrir næstu tvö ár. Samkvæmt henni eru ágætar horfur í íslensku efnahagslífi. Gert er ráð fyrir góðum hagvexti næstu tvö árin. Hagvöxturinn verður drifinn áfram af vexti þjóðarútgjalda, þar sem einkaneysla og fjárfestingar vaxa mikið og gangi spáin eftir fara fjárfestingar yfir 20% af landsframleiðslu á spátímanum.
Sjö árum eftir hrun fjármálakerfisins erum v…!--more-->