12. október 2015
SGS fagnar 15 ára afmæli
Þann 13. október fagnar Starfsgreinasamband Íslands fimmtán ára afmæli sínu. Blásið verður til málþings á Hotel Natura klukkan eitt á afmælisdaginn, þar verður litið yfir farinn veg og spáð í framtíðina. Um kvöldið munu fulltrúar frá aðildarfélögum SGS ásamt gestum fagna með hátíðarkvöldverði. Fimmta reglulega þing SGS hefst svo þann 14. október og stendur í tvo daga. Á dagskrá verða hefðbundin þi…
7. október 2015
Samningur við ríkið undirritaður
Samninganefndir Starfsgreinasambandsins og Flóabandalagsins undirrituðu samning við samninganefnd ríkisins í dag (7. október 2015), vegna starfsfólks aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins hjá ríkisstofnunum. Samningurinn er á svipuðum nótum og samið var um á almennum markaði í vor og gildir hann frá 1. maí síðastliðnum. Hækkun frá 1. maí er 25.000 krónur. Þann 1. júní árið 2016 hækka laun um 5,5%,…
5. október 2015
34. þing Alþýðusambands Norðurlands fór fram um helgina
Tæplega 90 fulltrúar, frá öllum stéttarfélögum á Norðurlandi sátu 34. þing Alþýðusambands Norðurlands sem fram fór á Illugastöðum í Fnjóskadal um helgina. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, mætti á þingið og flutti gott erindi um stöðuna í húsnæðismálum. Róbert Farestveit, hagfræðingur frá ASÍ, og Marinó G. Njálsson, master í verkfræði og aðgerðarannsóknum, héldu fyrirlestra þar…
30. september 2015
Svartur blettur sem verður að uppræta
Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju og Starfsgreinasambands Íslands, ritaði grein í Fréttablaðið í gær þar sem hann gerir kjarasamningsbrot í ferðaþjónustunni m.a. að umtalsefni. ... Því miður er allt of algengt að vinnuveitendur brjóti á ungu fólki. Langflestir sem leita til Einingar-Iðju vegna brota á kjarasamningum starfa við ferðaþjónustu og oftar en ekki er um ungt fólk að ræða. Lan…
29. september 2015
Undirritun kjarasamnings við ríkið frestað um viku
Samninganefndir Starfsgreinasambandsins og Flóabandalagsins funduðu með samninganefnd ríkisins í Karphúsinu í gær til að ganga frá nýjum kjarasamningi milli aðila. Að beiðni samninganefndar ríkisins var undirritun samningsins hins vegar frestað um eina viku. Ástæðan er sú að næstkomandi föstudag mun svo­nefnd­ur Salek-hóp­ur (full­trú­ar stærstu heild­ar­sam­taka á vinnu­markaði) funda o…