20. nóvember 2015
Reynt til þrautar að ná samningi við sveitarfélögin
Stíf fundarhöld um nýjan kjarasamning SGS við Samband íslenskra sveitarfélaga hafa staðið yfir undanfarna daga og standa enn. Fundir voru haldnir í Karphúsinu þar til á fjórða tímann síðastliðna nótt og í morgun hittist svo samninganefnd SGS til að taka stöðuna. Þegar þessi orð eru skrifuð standa vonir til þess að skrifað verði undir nýjan kjarasamning innan skamms. SGS mun flytja frekari fréttir…
18. nóvember 2015
Mál félagsliða til ráðherra
Fulltrúar Félags íslenskra félagsliða, Eflingar og Starfsgreinasambandsins fóru á fund Kristjáns Þórs Júlíussonar, heilbrigðisráðherra í morgun til að fylgja eftir kröfum um löggildingu stéttarinnar. Gert var grein fyrir áralangri baráttu félagsliða fyrir löggildingu og mikilvægi hennar fyrir veg og virðingu þeirra hátt í eitt þúsund sem sótt hafa sér nám í félagsliðun.
Lögð var áhersla á að kynn…!--more-->
16. nóvember 2015
Efling og Reykjavíkurborg undirrita nýjan kjarasamning
16. nóvember 2015
Ný reglugerð gegn einelti, áreitni og ofbeldi á vinnustöðum
Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur sett nýja reglugerð sem kveður á um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Öllum vinnustöðum verður skylt að gera áætlun um aðgerðir til að sporna við þessum þáttum og um viðbrögð ef á reynir.
Samkvæmt lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum er öllum vinnustöðum skylt …!--more-->
13. nóvember 2015
Viðræðum við sveitarfélögin slitið
Viðræðum við Samband Íslenskra sveitarfélaga var slitið í vikunni og deilunni vísað til ríkissáttasemjara. Viðræður hafa staðið yfir í haust en lítið hefur miðað í launamálum. Það vantar sameiginlegan skilning á þeim ramma sem unnið er út frá samkvæmt SALEK-samkomulaginu og að mati samninganefndar Starfsgreinasambandsins skortir samningsvilja hjá samninganefnd sveitarfélaganna.
Önnur atriði en la…