Flóbandalagið (Efling, Hlíf og VSFK) hefur samþykkt nýjan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga sem undirritaður var þann 20. nóvember síðastliðinn. Samningurinn var samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta greiddra atkvæða eða 93% atkvæða. Samningurinn gildir afturvirkt frá 1. maí 2015 til 31. mars 2019.
21. desember 2015
Laun um jólin
Samkvæmt kjarasamningum ber atvinnurekendum að greiða starfsfólki álag á stórhátíðum, en þeir jóladagar sem eru stórhátíðir teljast:
- aðfangadagur eftir kl. 12,
- jóladagur,
- gamlársdagur eftir kl. 12,
- nýársdagur.
14. desember 2015
Flóabandalagið samþykkti nýjan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga
10. desember 2015
Er raunfærnimat fyrir þig?
Starfsgreinasambandið og aðildarfélög þeirra hvetja félagsmenn mjög áfram til að auka færni sína og menntun og er raunfærnimat einn mest spennandi kostur fyrir fólk sem vill láta meta reynslu í stað formlegrar menntunar. Við báðum IÐUNA fræðslusetur um að kynna starfsemi sína er varðar raunfærnimatið:
IÐAN fræðslusetur býður upp á raunfærnimat fyrir þá sem ekki hafa lokið formlegri iðn- eða starf…!--more-->
9. desember 2015
Sveitarfélagasamningurinn samþykktur
Atkvæðagreiðslu er nú lokið um nýjan kjarasamning á milli Starfsgreinasambandsins og Sambands íslenskra sveitarfélaga sem undirritaður var 20. nóvember síðastliðinn. Starfsgreinasambandið fór með umboð 15 aðildarfélaga sinna og var samningurinn samþykktur í öllum félögunum, en í heildina samþykktu yfir 90% þeirra sem greiddu atkvæði. Félögin sem SGS fór með umboð fyrir eru: Aldan stéttarfélag, AFL…
8. desember 2015
Atkvæðagreiðslu um nýjan samning við sveitarfélögin lýkur á miðnætti
Starfsgreinasambandið vill minna á að atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning SGS við Samband íslenskra sveitarfélaga lýkur á miðnætti í kvöld og verða niðurstöður atkvæðagreiðslunnar kynntar daginn eftir. Atkvæðagreiðslan er með rafrænum hætti og eru allir félagsmenn sem starfa eftir samningi SGS við sveitarfélögin á kjörskrá. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvu geta kosið á skrifstofu síns stéttar…