25. september 2015
Kaldar kveðjur til verkafólks frá fjármálaráðstefnu sveitarfélaga
Starfsmat sveitarfélaga var til umræðu á fjármálaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga og var afturvirkni þess gagnrýnd harðlega. Í samningunum 2008 var ákveðið að þróa starfsmatskerfið áfram og hefur verið unnið að endurskoðun þess síðan 2012. Í samningunum 2014 var síðan samið um að starfsmatið myndi gilda frá 1. maí 2014. Ef að sveitarstjórnarmenn telja að þarna hafi verið undirritaður óút…
24. september 2015
Nýr kjarasamningur við Landsvirkjun
Starfsgreinasambandið hefur undirritað nýjan kjarasamning við Landsvirkjun sem gildir frá 1. mars síðastliðnum til ársloka 2018. Samningurinn gildir fyrir sumarstarfsfólk í dreifikerfum og á aflstöðvum Landsvirkjunar svo og matráða, ræstingafólk, bílstjóra og tækjamenn á aflstöðvum.
Samningurinn er á sömu nótum og undirritaðir samningar á hinum almenna vinnumarkaði en þó voru ferðalaun sett inn í…!--more-->
16. september 2015
Verulegt tekjutap landverkafólks vegna innflutningsbanns
Skýrsla Byggðastofnunar um Byggðaleg áhrif innflutningsbanns Rússa var birt í dag, 16. September. Í henni koma fram gríðarleg áhrif á tekjur landverkafólks og hugsanlega tekjuskerðingu fólks sem vinnur við frystingu uppsjávarafla. Talið er að innflutningsbann Rússa á matvælaafurðir komi verst niður á Þórshöfn, Raufarhöfn, Vopnafirði, Neskaupstað, Eskifirði, Fáskrúðsfirði, Höfn, Vestmannaeyjum, Snæ…
14. september 2015
Finnsk stjórnvöld ráðast í aðgerðir gegn launafólki
Fyrir skemmstu kynntu finnsk stjórnvöld nýjar tillögur sem miða að því að skerða einhliða laun og ýmis önnur ákvæði í kjarasamningum sem nú þegar hefur verið samið um. Það er skemmst frá því að segja að finnsk stéttarfélög brugðust ókvæða við tillögunum og höfnuðu þeim alfarið enda kveða þær á um meiriháttar skerðingar á yfir-, helgar- og næturvinnu, skerðingu á veikindarétti og sjúkradagpeningum,…
11. september 2015
SGS gagnrýnir breyttar forsendur kjarasamninga
Svohljóðandi ályktun var samþykkt á formannafundi SGS á Egilsstöðum föstudaginn 11. september 2015.
Formannafundur SGS haldinn á Egilsstöðum 11. september 2015 telur brýnt að endurmeta forsendur þeirra kjarasamninga á almenna markaðnum sem undirritaðir voru í maí síðastliðnum í ljósi niðurstöðu gerðardóms. Dómurinn setur ný viðmið á vinnumarkaði sem eru í verulegu ósamræmi við þau viðmið sem sam…