24. maí 2024
Nýr kjarasamningur SGS og Bændasamtaka Íslands
Í gær undirritaði Starfsgreinasamband Íslands fyrir hönd aðildarfélaga sinna nýjan kjarasamning við Bændasamtök Íslands um kaup og kjör starfsmanna sem vinna almenn landbúnaðarstörf á bændabýlum. Auk þess falla ráðskonur/matráðar á bændabýlum undir samninginn. Samningurinn nær almennt ekki til þeirra starfsmanna sem starfa við ferðaþjónustu, þar gildir ferðaþjónustusamningur SGS og SA.
24. maí 2024
Nýr kjarasamningur við NPA-miðstöðina
Starfsgreinasamband Íslands og Efling stéttarfélag hafa gengið frá kjarasamningi til næstu fjögurra ára við NPA-miðstöðina. Samningurinn tekur til vinnu félagsmanna aðildarfélaga SGS í störfum sem aðstoðarfólk fatlaðs fólks og gildir afturvirkt frá 1. febrúar 2024 til 1. febrúar 2028. Samningurinn tekur mið af aðalkjarasamningi SGS við Samtök atvinnulífsins og hefur sömu samningsforsendur og hann.