28. apríl 2023
Baráttudagur verkalýðsins haldinn hátíðlegur 1. maí - fjölbreytt dagskrá hjá stéttarfélögunum
Aðildarfélög Starfsgreinasambands Íslands boða til baráttufunda, hátíðarhalda og kröfuganga víða um land á baráttudegi verkalýðsins, 1. maí. Dagskráin er að vanda afar fjölbreytt, en nánari dagskrá er auglýst á heimasíðum og fréttabréfum félaganna.
28. apríl 2023
Finnbjörn A. Hermannsson kjörinn forseti ASÍ
Finnbjörn A. Hermannsson var í dag kjörinn forseti ASÍ á 45. þingi Alþýðusambands Íslands. Finnbjörn var sjálfkjörinn í embættið þar sem engin mótframboð bárust.
Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður AFLs starfsgreinafélags var kjörin í embætti annars varaforseta ASÍ. Í embætti fyrsta varaforseta var kjörinn Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og í embætti þriðja varaforseta var kjörinn Kristján…
26. apríl 2023
Framhaldsþing ASÍ
Framhaldsþing Alþýðusamband Íslands fer fram daganna 27.-28. apríl á Grand Hótel í Reykjavík. Um er að ræða framhald á 45. þingi ASÍ sem frestað var 14. október síðastliðinn. Á þinginu koma saman um 300 fulltrúar frá 48 stéttarfélögum til að marka stefnu sambandsins til næstu ára.
26. apríl 2023
Anna tekur við formennsku af Birni í Einingu-Iðju
Aðalfundur Einingar-Iðju fór fram 24. apríl síðastliðinn en á fundinum tók ný forysta við stjórnartaumunum í félaginu. Björn Snæbjörnsson lét af formennsku eftir að hafa gegnt formennsku í félaginu 31 ár, en í heildina hefur Björn starfað í yfir 40 ár fyrir félagið.
21. apríl 2023
Nýr samningur við Landsvirkjun samþykktur
Starfsgreinasambandið og Landsvirkjun skrifuðu undir nýjan kjarasamning þann 5. apríl síðastliðinn, en um er að ræða samning sem nær til félagsmanna innan aðildarfélaga SGS sem starfa hjá Landsvirkjun vítt og breitt um landið. Samningurinn gildir afturvirkt frá 1. nóvember 2022 til 31. janúar 2024 og byggir á kjarasamningi SGS og SA sem undirritaður var 3. desember síðastliðinn.