19. apríl 2023
Uppfærður heildarkjarasamningur SGS og SA
Starfsgreinasamband Íslands og Samtök atvinnulífsins undirrituðu nýjan kjarasamning í desember 2022 vegna starfa á almennum vinnumarkaði. Um var að ræða skammtímasamning sem gildir til 31. janúar 2024 þar sem lögð var megináhersla á launaliðinn og því er ekki um að ræða miklar efnislegar breytingar frá fyrri samningi.