21. apríl 2020
Orlofsuppbót/ persónuuppbót 2020
Starfsgreinasambandið vill minna félagsmenn á rétt sinn á að fá greidda orlofsuppbót/persónuuppbót, en það er föst fjárhæð sem atvinnurekendum er skylt að greiða starfsfólki sínu í maí/júní ár hvert. Uppbótin miðast við starfshlutfall og starfstíma á orlofsárinu, inniheldur orlof og tekur ekki breytingum skv. öðrum ákvæðum kjarasamninga. Áunna orlofsuppbót skal gera upp samhliða starfslokum verði þau fyrir gjalddaga uppbótarinnar.
7. apríl 2020
Réttindi starfsmanna í veiðihúsum
Í ágúst 2019 sendi Starfsgreinasambandið bréf fyrir hönd sinna aðildarfélaga erindi til Landssambands veiðifélaga (LV) þar sem óskað var eftir upplýsingum um ráðningarkjör og starfsmannamál í veiðihúsum um land allt. Var það sent í framhaldi af ábendingum um brot á kjarasamningum sem borist höfðu til einstakra félaga.