28. mars 2019
Að gefnu tilefni frá framkvæmdastjóra SGS
Fundir Samninganefndar SGS eru eðli máls samkvæmt lokaðir fundir og umræður þar trúnaðarmál. Vegna umræðu um einstök efnisatriði á heimasíðu Afls er ástæða til að staðfesta að formaður Framsýnar stéttarfélags lét á fundum nefndarinnar bóka andstöðu sína við hugmyndir sem voru til umræðu um breytingar á dagvinnutímabili, álög og fleira, áður en Framsýn tók samningsumboðið til sín.
Á fundum samning…
23. mars 2019
Guðbjörg Kristmundsdóttir nýr formaður VSFK
Á aðalfundi Verkalýðs-og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis (VSFK), sem haldinn var 21. mars síðastliðinn, var Guðbjörg Kristmundsdóttir kosin nýr formaður félagsins. Var Guðbjörg sjálfkjörin þar sem enginn annar listi bauð fram.
Guðbjörg er ættuð af Ströndum og frá Akureyri og vann hún ýmis verkamanna- og þjónustustörf á sínum yngri árum. Hún lauk kennaranámi árið 2003 og starfaði í 10 ár se…!--more-->
20. mars 2019
Yfirlýsing frá samninganefnd SGS
Í tilefni af fréttum fjölmiðla þess efnis að Framsýn stéttarfélag hefur ákveðið að afturkalla samningsumboð sitt frá Starfsgreinasambandinu vegna tveggja kjarasamninga vill samninganefnd Starfsgreinasambandsins koma eftirfarandi staðreyndum á framfæri:
Framsýn stéttarfélag hefur ákveðið að afturkalla samningsumboð sitt frá Starfsgreinasambandinu og er það í samræmi við forræði einstakra félaga á…
18. mars 2019
Mikill meirihluti hlynntur því að láglaunafólk fái meiri skattalækkun
Ný skoðanakönnun sem Gallup gerði fyrir Alþýðusamband Íslands sýnir að 83% Íslendinga eru hlynntir því að launafólk með heildartekjur undir 500 þús. kr. á mánuði fyrir skatt, fái meiri skattalækkun en aðrir. Athygli vekur að stuðningur við slíka skattkerfisbreytingu er mikill í öllum aldurs- og tekjuhópum þó vissulega sé hann mestur hjá þeim tekjulægstu.
Þessi niðurstaða rímar vel við þær hugmynd…!--more-->
18. mars 2019
Starfsgreinasambandið slítur kjaraviðræðum
Starfsgreinasamband Íslands hefur ákveðið að slíta kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins eftir árangurslausan fund hjá ríkissáttasemjara í dag. Síðastliðin föstudag samþykkti samninganefnd Starfsgreinasambandsins einróma að ef ekki kæmu fram nýjar hugmyndir eða viðbrögð frá Samtökum atvinnulífsins um helgina hefði viðræðunefnd sambandsins fulla heimild til þess að slíta kjaraviðræðum. Engar nýja…