17. desember 2024
Viðsjárverð þróun í leikskólamálum
Á fundi formanna SGS þann 10. desember síðastliðinn var m.a. umræða um þá þróun sem orðið hefur í leikskólamálum víða um land, þar sem daglegur vistunartími er styttur í 6 klukkustundir en gjald fyrir dvalartíma umfram þann tíma er hækkað verulega. Í tilefni þess sendi fundurinn frá sér eftirfarandi ályktun.
10. desember 2024
Formenn SGS fordæma aðfarir SVEIT og Virðingar í garð verkafólks á veitingamarkaði
Formannafundur Starfsgreinasambands Íslands varar starfsfólk í veitingageiranum við meintu „stéttarfélagi“ sem stofnað var nýverið og ber heitið Virðing. Virðing ber öll merki þess að vera gervi „stéttarfélag“, stofnað af hálfu atvinnurekenda í veitingageiranum, stendur utan heildarsamtaka launafólks og hefur gert gervikjarasamning sem er ekki í nokkru samræmi við þá lögmætu samninga sem eru í gildi í veitingageiranum.
6. desember 2024
Varað við nýju "stéttarfélagi" í veitingageiranum
Starfsgreinasamband Íslands tekur undir með Eflingu stéttarfélagi sem varað hefur starfsfólk í veitingageiranum við meintu stéttarfélagi sem ber heitið Virðing. Virðing ber öll merki þess að vera gult stéttarfélag, stofnað af hálfu atvinnurekenda í veitingageiranum, stendur utan heildarsamtaka launafólks og hefur gert nýjan kjarasamning sem er ekki í nokkru samræmi við þá samninga sem eru í gildi í veitingageiranum.