4. desember 2013
Greiðslur í ræstingum breytast
Greiðslur fyrir tímamælda ákvæðisvinnu í ræstingum breytast frá og með næsta samningstímabili. Meginbreytingin felst í því að nú er verið að taka mið af því samningsumhverfi sem gildir almennt fyrir félagsmenn innan Starfsgreinasambands Íslands (SGS) þar sem álagstímabil fyrir eftirvinnu hefst kl. 17.00 virka daga og mun sama launatafla gilda fyrir ákvæðisvinnu í ræstingu og aðra starfahópa. Þessi…
3. desember 2013
Samninganefndarfundur afstaðinn
Samninganefnd Starfsgreinasambandsins hélt fund í dag þar sem farið var yfir stöðuna en eins og alkunna er runnu samningar út um síðustu mánaðarmót. Starfsgreinasambandið ákvað á fundi í nóvember að ganga til samstarfs við önnur landssambönd í samningaviðræðunum. Samninganefnd Alþýðusambands Íslands er í forsvari fyrir þær viðræður en formaður Starfsgreinasambandsins, Björn Snæbjörnsson er fulltrú…