3. desember 2022
Nýr kjarasamningur við Samtök atvinnulífsins undirritaður
Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands hefur undirritað nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins vegna starfa á hinum almenna vinnumarkaði. 17 af 19 aðildarfélögum SGS undirrituðu samninginn í húsakynnum ríkissáttasemjara á fimmta tímanum í dag. Um er að ræða svokallaðan skammtímasamning en gildistími samningsins er frá 1. nóvember 2022 til 31. janúar 2024. Þess má geta að þetta er í fyrsta sinn sem kjarasamningur á almennum vinnumarkaði gildir frá sama tíma og sá eldri rennur út og í því eru fólgin mikil verðmæti fyrir launafólk.