28. nóvember 2019
SGS fordæmir boðaðar hækkanir sveitarfélaga
Starfsgreinasamband Íslands mótmælir harðlega þeim hækkunum sem eru að koma fram víða hjá sveitarfélögunum um þessar mundir. Þar má nefna hækkanir á einstökum gjaldskrám á um annan tug prósenta, yfirgengilegar hækkanir á launum bæjarstjórnarmanna og verulegar hækkanir og breytingar á leigukjörum í félagslegu húsnæði. Fasteignagjöld hafa einnig hækkað mikið undanfarin ár og þó sum sveitarfélög hafi lækkað álagningarhlutfallið vegur það alls ekki upp á móti hækkun á fasteignamati.
18. nóvember 2019
Desemberuppbót 2019
Samkvæmt kjarasamningum ber atvinnurekendum að greiða starfsfólki sínu desemberuppbót í byrjun desember ár hvert. Uppbótin er háð ákveðnum skilyrðum sem varða t.a.m. starfstíma og starfshlutfall á yfirstandandi ári. Desemberuppbót skal greiða í einu lagi og ofan á hana reiknast ekki orlof. Uppbótin er föst krónutala og tekur ekki hækkunum skv. öðrum ákvæðum kjarasamninga.
7. nóvember 2019
Þing EFFAT - Framtíðin á vinnumarkaði
Á öðrum degi þings EFFAT hafa farið fram miklar umræður um stöðuna á vinnumarkaði í Evrópu og hvernig hann er að þróast. Mikil áhersla er lögð á að berjast saman gegn áherslum nýfrjálshyggjunnar, vaxandi misskiptingu og hættulegum vinnuaðstæðum.
6. nóvember 2019
Efnismikið þing EFFAT – Kristján Bragason kosinn framkvæmdastjóri
Á þingi EFFAT (European Federation of Trade Unions in the Food, Agriculture and Tourism), sem nú stendur yfir í Zagreb í Króatíu, er fjölþætt umræða um vinnuumhverfi, kjarasamninga, réttindi starfsfólks og hlutverk verkalýðshreyfingar.