17. október 2013
Mikilvægt að ná tökum á genginu
Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur ASÍ, flutti erindi á 4. þingi SGS sem fram fer á Akureyri. Ólafur Darri fjallaði m.a. um þróun og horfur í kjaramálum, launaþróun á liðnum árum og vanda landsins í gengis- og verðlagsmálum. Hann sagði að það væri dauft yfir efnahagslífinu og að ekki væri mikilla breytinga að vænta og að óstöðugleika í gengi gerði landinu erfitt fyrir. Hann minntist á að framunda…
16. október 2013
Forseti ASÍ hvetur til samstöðu meðal launafólks
Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ kom víða við í ræðu sinni á 4. Þingi SGS sem haldið er á Akureyri dagana 16.-18. október. Honum var þó tíðrætt um undirbúning kjarasamningana og það megin stef sem aðildarsambönd ASÍ virtust vera sammála um. Verkalýðshreyfingin vill stutta kjarasamninga, stöðugt verðlag og aukinn kaupmátt. Þá virðast allir vilja leiðrétta ákveðna hópa umfram aðra.Gylfi harmaði skort…!--more-->
16. október 2013
Ráðherra tekur undir áhyggjur SGS
Eygló Harðardóttir húsnæðis- og félagsmálaráðherra ávarpaði 4. þing Starfsgreinsambands Íslands við setningu þess í dag.
Ráðherra sagði góð teikn vera á lofti um að vinnumarkaðurinn væri að braggast og atvinnuleysi að minnka en hins vegar væru stór verkefni eftir: „Stóra verkefnið nú er að byggja upp öflugan, sjálfbæran vinnumarkað með fjölbreyttum og eftirsóknarverðum störfum við allra hæfi. Ti…
16. október 2013
Þing SGS sett - ræða formanns
Komandi kjarasamningar voru Birni Snæbjörnssyni formanni Starfsgreinasambandsins hugleiknir í setningarræðu hans á 4. þingi SGS sem hófst í dag á Akureyri. Í ræðu sinni sagði hann m.a. " Samstaða og samvinna er einnig hornsteinn Starfsgreinasambandsins, sem er og á að vera, vettvangur sameiginlegrar kjarabaráttu, samtök með meira afli en einstök félög geta haft, til að mynda þann slagkraft sem nau…
14. október 2013
4. þing Starfsgreinasambands Íslands
4. þing Starfsgreinasambands Íslands verður sett í Hofi á Akureyri þann 16. október 2013 klukkan 15:00 undir yfirskriftinni Samstaða og Samvinna. Þingið mun fjalla um kjaramál í aðdraganda kjarasamninga, atvinnumál almennt, húsnæðismál og fleira. Þegar formaður Starfsgreinasambandsins, Björn Snæbjörnsson hefur sett þingið munu þau Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra og Gylfi Arnb…