Fræðsludagar starfsfólks
Starfsgreinasambandið stendur árlega fyrir fræðsludögum starfsfólks, en þá kemur starfsfólks aðildarfélaga sambandsins saman til að fræðast og kynnast.
Fræðsludagarnir, sem voru fyrst haldnir árið 2014, hafa ávalt verið vel sóttir og notið vinsælda meðal þátttakenda. Dagar sem þessir eru ekki síst mikilvægir upp á félagslega þáttinn, þ.e. að fólk allsstaðar af landinu komi saman til að fræðast, ræða saman og eiga skemmtilegar stundir. Lagt er upp með að hafa dagskrána sem gagnlegasta og því er iðulega leitað til þátttakenda eftir hugmyndum.
Fræðsludagarnir eru auglýstir með góðum fyrirvara ár hvert og fer skráning fram hjá skrifstofu SGS.
Var efnið hjálplegt?