Félagsmálaskóli alþýðu
Félagsmálaskóli alþýðu er starfræktur af ASÍ og BSRB. Hlutverk hans er að auka þekkingu talsmanna stéttarfélaga og efla þá í starfi til þess að þeir séu betur í stakk búnir að vinna að bættum lífskjörum launafólks.
Félagsmálaskólinn býður reglulega upp á námskeið fyrir starfsfólk stéttarfélaga, trúnaðarmenn og stjórnarmenn þar sem lögð er áhersla á hefðbundna félagslega fræðslu. Jafnframt er boðið upp á námskeið sem taka á málefnum sem eru í brennidepli hverju sinni. Þá geta stéttarfélög pantað námskeið til að móta starf og stefnu og styrkja talsmenn sína.
Skrifstofa: Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík
Beinn sími: 535 5636
Netfang: fraedsla@asi.is
Vefsíða: www.felagsmalaskoli.is
Var efnið hjálplegt?