Fræðslusjóðir
Meginhlutverk fræðslusjóða er að styrkja fræðslu og færni í atvinnulífinu á landinu öllu með það að markmiði að bæta árangur fyrirtækja og stofnana og auka ánægju og hæfni starfsfólks. Það helsta sem sjóðunum er ætlað að sinna eru ýmisskonar stuðningsverkefni og þróunar og hvatningaraðgerðir í starfsmenntun, styrkja rekstur námskeiða og nýjungar í námsefnisgerð og veita einstaklingum, stéttarfélögum og fyrirtækjum styrki vegna starfsmenntunar.
Hér fyrir neðan getur þú kynnt þér þá fræðslusjóði sem félagsmenn innan aðildarfélaga SGS eiga aðild að.
Landsmennt er fræðslusjóður Samtaka atvinnulífsins og verkafólks á landsbyggðinni. Aðildarfélögin eru 16 og öll eiga þau aðild að Starfsgreinasambandi Íslands. Sjóðurinn er tvískiptur og veitir annars vegar fyrirtækjastyrki og hins vegar einstaklingsstyrki.
Einstaklingar sækja um styrki á þar til gerðum eyðublöðum til viðkomandi stéttarfélags sem sér um afgreiðslu þeirra í umboði Landsmenntar. Fyrirtæki, stéttarfélög og eða fræðsluaðilar sækja um styrki til stjórnar Landsmenntar með því að senda bréf þar sem fram koma helstu upplýsingar vegna viðkomandi fræðsluverkefnis.
Sjá nánar á vefgáttinni Áttinni.
Skrifstofa: Guðrúnartúni, 105 Reykjavík
Sími: 599 1450
Netfang: landsmennt@landsmennt.is
Vefsíða: www.landsmennt.is
Sveitamennt er starfsmenntunarsjóður starfsmanna sveitarfélaga á landsbyggðinni innan aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands.
Sveitamennt skiptist í tvær deildir og sinnir hlutverki sínu með eftirfarandi hætti:
Sveitarfélagadeild sinnir hlutverki sínu með því að veita styrki til fræðsluverkefna á sviði starfsmenntunar sem eru í samræmi við markmið sveitarfélaga sem í sjóðinn greiða; stéttarfélaga sem að sjóðnum standa; eða verkefna sem sjóðstjórn skipuleggur. Auk þess styrkir deildin verkefni sem aðilar semja um í kjarasamningi.
Einstaklingsdeild veitir styrki til einstaklinga, félagsmanna aðildarfélaganna til þess að þeir eigi kost á að sækja nám/námskeið með vinnu án verulegs kostnaðar.
Skrifstofa: Guðrúnartúni, 105 Reykjavík
Sími: 599 1450
Netfang: sveitamennt@sveitamennt.is
Vefsíða: www.sveitamennt.is
Ríkismennt SGS er þróunar-og símenntunarsjóður starfsmanna ríkisins á landsbyggðinni innan aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands.
Sjóðurinn skiptist í tvær deildir og sinnir hlutverki sínu með eftirfarandi hætti:
Þróunar-og stofnanadeild veitir styrki til fræðsluverkefna hjá þeim stofnunum og vinnuveitendum sem í sjóðinn greiða og til fræðsluverkefna hjá þeim stéttarfélögum sem að sjóðnum standa. Jafnframt fjármagnar deildin þau verkefni sem sjóðsstjórn skipuleggur.
Starfs-og símenntunardeild veitir styrki til einstaklinga, félagsmanna aðildarfélaganna, til þess að þeir geti átt kost á að sækja nám/námskeið með vinnu án verulegs kostnaðar.
Einstaklingar sækja um styrk á þar til gerðum eyðublöðum hjá viðkomandi stéttarfélagi sem sér um afgreiðslu í umboði Ríkismenntar. Stéttarfélög, stofnanir og aðrir vinnuveitendur sækja um styrk til stjórnar með því að senda bréf þar sem fram koma helstu upplýsingar vegna viðkomandi fræðsluverkefna.
Skrifstofa: Guðrúnartúni, 105 Reykjavík
Sími: 599 1450
Netfang: rikismennt@rikismennt.is
Vefsíða: www.rikismennt.is
Flóamennt er starfsmenntasjóður Hlífar, VSFK og Eflingar, fyrir þá starfsmenn sem starfa hjá ríkinu og á hjúkrunarheimilum. Sjóðurinn hefur það að markmiði annars vegar að efla starfs- og símenntun starfsmanna og hins vegar að auka möguleika stofnana á að þróa starfssvið sitt.
Hægt er að lesa nánar um úthlutunarreglur einstaklingsstyrkja sjóðsins og upphæðir endurgreiðslu á heimasíðum viðkomandi félaga.
Starfsafl er fræðslusjóður Samtaka atvinnulífsins, Hlífar, VSFK og Eflingar.
Starfsafl styrkir nýjungar í námsefnisgerð, endurskoðun námsefnis, rekstur námskeiða og einstaklinga og fyrirtæki vegna starfsmenntunar.
Einstaklingum er bent á hlutaðeigandi stéttafélag, en þar fer fram afgreiðsla styrkja til einstaklinga.
Skrifstofa: Guðrúnartúni, 105 Reykjavík
Sími: 518 1850/693 0097
Netfang: starfsafl@starfsafl.is
Vefsíða: www.starfsafl.is